Magný og litlu jólasveinarnir slógu í gegn á RÚV í gær

Magný Guðmunda Þórarinsdóttir, dagmamma á Akranesi, hefur á undanförnum 18 árum verið með skemmtilega hefð á vinnustaðnum.

Magný fer í göngutúr með börnin sem eru í hennar umsjón á hverjum degi. Í aðdraganda jóla hefur Magný þann háttinn á að klæða sjálfa sig og börnin í glæsilega jólasveinabúninga.

Fjallað var um þessa skemmtilegu jólahefð hjá dagmömmunni í fréttum RÚV en Skagakonan Elsa María Guðlaugs Drífudóttur gerði fréttina.

Óhætt er að segja að fréttin hafi slegið í gegn og án efa ein krúttlegasta frétt ársins 2020.