Alls greindust 12 einstaklingar með Covid-19 í gær og voru fjórir þeirra utan sóttkvíar.
Alls eru 127 einstaklingar í einangrun hér á landi og 174 í sóttkví. Rétt um 850 sýni voru tekin í gær sem er svipað magn og undanfarna daga.

Á Vesturlandi eru 2 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 smits og 3 eru í sóttkví – samkvæmt gögnum af vefsíðunni covid.is.

