Alls bárust 24 umsóknir um starf forstöðumanns búsetuþjónustu fatlaðs fólks á Akranesi sem var auglýsir laust til umsóknar í nóvember sl.
Velferðar – og mannréttindaráð Akraness komst að þeirri niðurstöðu að bjóða Gunnhildi Völu Valsdóttur starfið.
Frá þessu er greint í fundargerð ráðsins þar sem að ráðið býður Gunnhildi Völu velkomna í starfið.
Gunnhildur Vala hefur gegnt starfi forstöðumanns við búsetuþjónustu fatlaðra við Holtsflöt á Akranesi undanfarin misseri.