Knattspyrnukona ársins – Fríða Halldórsdóttir

Umfjöllun um íþróttafólkið sem kemur til greina í kjörinu á íþróttamanni Akraness 2021.

Þú getur kosið með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 21. til og með 29 desember.

Fríða Halldórsdóttir er fædd árið 2000 og hefur verið einn af burðarásum liðsins undanfarin ár.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún leikið 84 leiki í meistaraflokki og skorað í
þeim 10 mörk.

Hún er mikil keppnismanneskja og hefur mikinn metnað sem smitar út í leikmannahópinn. Fríða er mjög sterk í sinni stöðu og mun verða lykilleikmaður á næstu árum hjá félaginu.

Helstu afrek Fríðu á Íslandi á árinu:

Lykilleikmaður og spilaði 17 leiki í Lengjudeildinni. Lék þrjá leiki í Mjólkurbikarkeppninni. Skoraði 6 mörk. Var lykilleikmaður í mjög svo ungu liði Skagamanna og hennar styrkur hafði mikið að segja í baráttu liðsins um að halda sæti sínu í deildinni í lokin.