Knattspyrnumaður Kára – Dino Hodzic

Umfjöllun um íþróttafólkið sem kemur til greina í kjörinu á íþróttamanni Akraness 2021.

Þú getur kosið með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 21. til og með 29 desember.

Dino Hodzic er knattspyrnumaður Kára 2020. Markvörðurinn gekk í raðir Kára vorið 2020, en árið á undan var hann varamarkvörður hjá ÍA.

Dino spilaði alla leiki Kára í deild og bikar og sýndi með frábærri frammistöðu að hann er einn allra besti markvörður deildarinnar.

Dino tryggði Kára mörg mikilvæg stig í sumar og vakti mikla eftirtekt á fréttamiðlum landsins þegar hann náði að verja 4 vítaspyrnur í röð.

er frábær karakter og hefur heillað bæði unga og aldna hér á Akranesi, bæði með frammistöðu sinni og ekki síður með jákvæðri og skemmtilegri framkomu.

Dino er mikill keppnismaður og leggur sig 100% fram í alla leiki og æfingar. Helstu afrek Íslandi á árinu:Spilaði alla leiki á árinu 2020.

Varði fjórar vítaspyrnur í röð. Valinn leikmaður fimmtu umferðar í 2. deild eftir að hafa varið 2 vítaspyrnur í 1-0 sigri. Valinn einn af 18 í lið ársins í 2. deild.