Körfuknattleiksmaður ársins – Aron Elvar Dagsson

Umfjöllun um íþróttafólkið sem kemur til greina í kjörinu á íþróttamanni Akraness 2021.

Þú getur kosið með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 21. til og með 29 desember.

Körfuknattleiksmaður ársins 2020 er Aron Elvar Dagsson.

Aron Elvar er fæddur árið 2004, hann er mjög efnilegur leikmaður sem hefur jafnt og þétt verið að láta meira að sér kveða í meistaraflokksliði ÍA.

Hann fór fyrir 10. flokks liði ÍA sem náði mjög eftirtektarverðum árangri á síðustu leiktíð, liðið vann sig inn í úrslitakeppni sem því miður var blásin af vegna Covid 19.

Aron Elvar var valinn í landslið Íslands í U15 og er núna í æfingahópi fyrir U18. Aron Elvar er metnaðarfullur leikmaður sem leggur mikið á sig til að ná lengra og er hann vel að því kominn að vera körfuknattleiksmaður ársins 2020 hjá ÍA.

Helstu afrek Aron Elvars á Íslandi á árinu: Leikmaður í meistaraflokki ÍA í 2. deild. Lykilmaður í 10. flokki ÍA (10. bekkur) sem var eitt af topp 8 liðum í sínum aldursflokki og var komið í úrslitakeppni áður en mótið var blásið af vegna Covid 19.

Helstu afrek Arons Elvars erlendis á árinu:

Var leikmaður í U15 ára landsliði Íslands sem keppti á Norðurlandamóti í Danmörku.(Önnur landsliðsverkefni voru blásin af vegna Covid 19). Aron er núna í æfingahópi U18 fyrir komandi landsliðsverkefni sumarið 2021.

Hvernig stendur Aron Elvar sig á landsvísu?

Aron Elvar er klárlega í topp 10 í sínum aldursflokki og einn af fáum leikmönnum fæddum 2004 sem er í 25 manna æfingahópi U18 ára landsliðsins ( árgangar 2003 og 2004).