Jakob Svavar fékk æðstu viðurkenningu Landssambands hestamanna

Skagamaðurinn Jakob Svavar Sigurðsson var á dögunum kjörinn knapi ársins hjá Landssambandi hestmanna. Þetta er í annað sinn sem hann fær þessa viðurkenningu sem er æðsta viðurkenning sem LH veitir árlega.

Íþróttaknapi ársins hjá LH 2020 er Ragnhildur Haraldsdóttir en Jakob Svavar hefur fjórum sinnum fengið þá viðurkenningu á ferlinum.

Frá þessu er greint á vef LH – meira hér:

Knapi ársins 2020 

Jakob Svavar Sigurðsson er knapi ársins 2020 og er það í annað sinn sem hann hlýtur þann heiður.

Jakob Svavar er fjölhæfur afreksknapi sem tók þátt í nær öllum keppnisgreinum sem í boði eru á þeim mótum sem haldin voru í ár og var reglulega í úrslitum eða á meðal sigurvegara á þeim. Hann náði góðum árangri í íþróttakeppni og þá sérstaklega á þeim Hálfmána frá Steinsholti í tölti og fjórgangi og Konsert frá Hofi í tölti. Þá má einnig nefna Erni frá Efri-Hrepp sem hlaut 8,08 í gæðingaskeiði og Vallarsól frá Völlum og Kopar frá Fákshólum sem hann keppti á í slaktaumatölti með góðum árangri. Hann er á meðal fimm efstu knapa á stöðulistum ársins í öllum áðurnefndum keppnisgreinum. Hann tók þátt í skeiðgreinum á Jarli frá Kílhrauni og er besti tími þeirra í 100 metra skeiði 7,57 sekúndur. Hann sýndi 40 hross í kynbótadómi í 46 sýningum með frábærum árangri og átti margar eftirminnilega sýningar á árinu. Hann tók þá einnig þátt í gæðingakeppni á Nökkva frá Syðra-Skörðugili og var m.a í A-úrslitum í A-flokki á Gæðingamóti Geysis. Jakob Svavar er fagmaður fram í fingurgóma með háttvísi, sanngjarna reiðmennsku og íþróttamannslega framkomu að leiðarljósi, hann er knapi ársins 2020.

Knapi ársins frá upphafi:


2020: Jakob Svavar Sigurðsson
2019 Jóhann R. Skúlason
2018 Árni Björn Pálsson
2017 Jakob Svavar Sigurðsson
2016 Árni Björn Pálsson
2015 Guðmundur Björgvinsson
2014 Árni Björn Pálsson
2013 Jóhann Rúnar Skúlason
2012 Guðmundur Friðrik Björgvinsson
2011 Jóhann Rúnar Skúlason
2010 Sigurbjörn Bárðarson
2009 Sigurður Sigurðarson
2008 Þórður Þorgeirsson

Íþróttaknapi ársins 2020

Ragnhildur Haraldsdóttir​ er íþróttaknapi ársins 2020. Hún, Úlfur frá Mosfellsbæ og Vákur frá Vatnsenda stóðu sig mjög vel á árinu og voru í úrslitum á flestum af þeim mótum sem þau mættu og stóðu iðulega efst á palli. Ragnhildur stendur efst á stöðulista með Vák í V1 og 6.sæti í T1. Þau urðu varð í fyrsta sæti í V1 ár Reykjavíkurmeistaramótinu og voru í A-úrslitum í T1. Ragnhildur hlaut einnig reiðmennskuverðlaun FT á því móti. Ragnhildur er vel að útnefningunni komin mætir ávallt vel undirbúin til leiks með bros á vör og sanngjarna reiðmennsku að leiðarljósi.

Íþróttaknapi ársins frá upphafi:

2020: Ragnhildur Haraldsdóttir
2019 Jóhann R. Skúlason
2018 Jakob Svavar Sigurðsson
2017 Jakob Svavar Sigurðsson
2016 Hulda Gústafsdóttir
2015 Kristín Lárusdóttir
2014 Reynir Örn Pálmason
2013 Jakob Svavar Sigurðsson
2012 Jakob Svavar Sigurðsson
2011 Sigursteinn Sumarliðason
2010 Sigurbjörn Bárðarson
2009 Rúna Einarsdóttir og Jóhann R. Skúlason
2008 Þorvaldur Árni Þorvaldsson