Alls greindust 6 einstaklingar með Covid-19 veiruna í gær á Íslandi og var aðeins einn þeirra í sóttkví, hinir fimm voru ekki í sóttkví.
Við landamærin greindust sex smit. Rétt tæplega 1500 sýni voru tekin á landinu í gær og rétt um 1000 við landamærin.
Á Vesturlandi eru þrír einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 smits en aðeins einn er í sóttkví.
Eitt smit var greint á Akranesi í gær og eru alls 2 í einangrun á Akranesi samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.