Alls greindust 12 einstaklingar með Covid-19 smit í gær á landinu og voru níu þeirra í sóttkví við greiningu. Á landamærum Íslands greindust 10 smit.
Tæplega 1400 sýni voru tekin innanlands og rétt rúmlega 800 á landamærunum. Í frétt á RÚV kemur fram að flestir þeirra sem eru í einangrun eru á aldrinum 18-29 ára, eða 48 manns.
Helmingi færri í aldurshópnum 30-39 eru í einangrun. Samtals eru 149 í einangrun á Íslandi. Flestir búa á höfuðborgarsvæðinu. Næst flestir í einangrun búa á Suðurnesjum en þar er stærsti hópur þeirra sem er í sóttkví.
Á Vesturlandi er óbreytt staða miðað við í gær, 3 í einangrun vegna Covid-19 og einn einstaklingur er í sóttkví.