Nýjustu Covid-19 tölurnar – mánudaginn 28. desember

Alls greindust 3 Covid-19 smit á Íslandi í gær. Alls voru tekin rúmlega 500 sýni í gær og rétt tæplega 500 sýni við landamærin.

Við landamærin voru tvö virk smit greind. Þetta kemur fram á vefnum covid.is.

Á Vesturlandi eru alls 7 Covid-19 smit, þrjú á Akranesi og fjögur í Ólafsvík. Í sóttkví á Vesturlandi eru alls fjórir. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.

Frá því á Þorláksmessu er því töluverð fjölgun í Covid-19 smitum á Vesturlandi.