Heildarúthlutun til stofnana Akraneskaupstaðar vegna kostnaðar við afleysingar vegna langtímaveikinda starfsmanna á árinu 2020 verður tæplega 74 milljónir kr.
Það er aðeins lægri upphæð en greidd var út í sama málaflokk árið 2019.
Þetta kemur fram í fundargerð Bæjarráðs frá 23. desember s.l.
Á fundinum var úthlutun vegna tímabilsins 1. júlí – 31. desember 2021 samþykkt – tæplega 25 milljónir kr.
Ráðstöfuninni er mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.
Eins og áður segir verður heildarúthlutun til stofnana Akraneskaupstaðar vegna kostnaðar við afleysingar vegna langtímaveikinda starfsmanna tæplega 74 milljónir kr.
Frá árinu 2017 hafa um rúmlega 263 milljónum kr. verið úthlutað í það sem kallað er veikindapottur í fundargerðum Akraneskaupstaðar. Þessir fjármunir eru notaðir er til að greiða kostnað við afleysingar vegna langtímaveikinda.
Árið 2017 var þessi upphæð 44,2 milljónir, 67 milljónir kr. árið 2018 og 78 milljónir kr. árið 2019.