Í morgun hófst bólusetning hjá heimilisfólki á Dvalarheimilinu Höfða gegn Covid-19 veirusjúkdómnum.
Hulda Haraldsdóttir fékk fyrstu bólusetninguna en Gunnar Bergmann hjúkrunarfræðingur á Höfða sá um bólusetninguna.
Vigdís Björnsdóttir íbúi á Höfða er til vinstri á myndinni og eins og sjá má bíður hún spennt eftir að röðin kæmi að henni.
Haukur Ármannsson var annar í röðinni til að fá bóluefni gegn Covid-19 á Höfða en Kristín Guðmundsdóttir hjúkrunardeildarstjóri sá um bólusetninguna. Á myndinni með þeim er Tryggvi Björnsson íbúi tilbúinn að fá sína bólusetningu.