Alls greindust 10 einstaklingar með Covid-19 smit á landinu í gær og voru 7 þeirra í sóttkví.
Þetta kemur fram á vefnum covid.is.
Til viðbótar greindust alls 13 einstaklingar með Covid-19 smit á landamærunum.
Rétt rúmlega 1000 sýni voru tekin í gær sem er mun minna en á meðaldegi.
Á landinu öllu eru 101 einstaklingur í einangrun vegna Covid-19 smits og 131 er í sóttkví.
Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum covid.is og hjá Lögreglunni á Vesturlandi er staðan óbreytt í landshlutanum. Alls eru 2 í einangrun vegna Covid-19 og 4 eru í sóttkví. Einu smitin sem eru til staðar núna á Vesturlandi eru á Akranesi.