Þórólfur er bjartsýnn og vonast til þess að hægt verði að grípa til tilslakana

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir Íslands, sagði á upplýsingafundi Almannavarna í dag að búið væri að tryggja bóluefni fyrir alla þjóðina – og gott betur.

Þórólfur sagði að viðræður væru í gangi við fjölmarga framleiðendur og undirstrikaði Þórólfur að boltinn væri hjá lyfjafyrirtækinu Pfizer.

Hann sagði ennfremur að Íslendingar þyrftu að viðhalda sóttvarnaraðgerðum þar til að bólusetning verði víðtæk á landsvísu. Ný reglugerð um sóttvarnaraðgerðir verður gefin út 12. janúar. Þórólfur sagði á fundinum í morgun að ef ekkert stórfenglegt gerist þá verði vonandi hægt að grípa til tilslakana.