Flugeldasýningin hefst kl. 18.00 í dag – hægt að fylgjast með frá mörgum stöðum

Í dag, 6. janúar 2021, kl. 18.00 er flugeldasýning á dagskrá á Akranesi.

Sýningin er í umsjón Björgunarfélags Akraness en árleg þrettándabrenna fellur niður.

Staðsetningin er óvenjuleg vegna samkomutakmarkanna en flugeldunum verður skotið upp frá ysta hluta aðalhafnargarðs Akraneshafnar,

Í tilkynningu frá Akraneskaupstað kemur fram að íbúar geti fylgst með flugeldasýningunni frá ýmsum stöðum við strandlengjuna, allt frá Breiðarsvæðinu og inn að Höfða. 

Flugeldasýningin mun að sjálfsögðu sjást víðsvegar úr bænum og eru íbúar hvattir til að fylgja fyrirmælum almannavarna. Staðsetning sýningarinnar býður upp á marga möguleika fyrir íbúa til að fylgjast með hvort sem er í bílum eða undir berum himni,

Kjör Íþróttamanns Akraness verður einnig með breyttu sniði þetta árið og verður streymt í gegnum ÍATV frá frístundamiðstöðinni Garðavöllum 15 mínutum eftir lok flugeldasýningar.

Ef til breytinga kemur verður slíkt tilkynnt á www.akranes.is og www.ia.is.