Gamlir liðsfélagar úr ÍA eigast við í getraunaáskorun


Getraunaáskorun tippklúbbs Knattspyrnufélags ÍA rúllar nú inn í tólftu viku tímabilsins. Vegna hátíðarhalda og almenns sofandaháttar á ritstjórn Skagafrétta tókst ekki að segja frá frábærri viðureign í 11. umferð áskorunarinnar. Sú viðureign fer af þeim sökum ekki í sögubækurnar.

Getraunakeppnin er með þeim hætti að keppendur fylla út 96 raðir í Enska boltanum. Sá sem fær fleiri rétta er sigurvegari og fær nýjan mótherja í næstu umferð. Ef jafnt er hjá keppendum þá halda þeir báðir áfram í næstu umferð.

Benedikt Valtýsson er að hefja sína fimmtu viku í getraunaáskoruninni og að þessu sinni mætir hann fyrrum liðsfélaga sínum úr ÍA.. Jón Gunnlaugsson er mótherji Benedikts og það má gera ráð fyrir því að þeir félagar verði með marga leiki rétta um helgina. Benedikt getur með sigri jafnað árangurinn sem Jón Örn Arnarson náði á fyrstu vikum keppninnar en hann var samfellt í sex vikur með í áskoruninni.

Getraunastarf Knattspyrnufélags ÍA hefur í gegnum tíðina verið fastur punktur í tilverunni hjá fjölmörgum á Akranesi. Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur tippklúbbur KFÍA lagt áherslu á að nýta tæknina í getraunastarfinu og er það leikur einn að taka þátt og styðja við bakið á KFÍA á sama tíma.

Úrslit úr fyrri umferðum:

1. Sigmundur Ámundason – Kristleifur Skarphéðinn Brandsson.
2. Sigmundur Ámundason – Jón Örn Arnarson.
3. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir.
4. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir.
5. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir.
6. Jón Örn Arnarson – Örn Gunnarsson.
7. Örn Gunnarsson – Sigurður Páll Harðarson.
8. Örn Gunnarsson – Benedikt Valtýsson.
9. Örn Gunnarsson – Benedikt Valtýssson.
10. Benedikt Valtýssson – Þuríður Magnúsdóttir.
11. Benedikt Valtýsson – Arnbjörg Stefánsdóttir


Í lok tímabilsins fer fram keppni á milli þeirra tippsérfræðingar sem sigrað hafa í flestum viðureignum eða náð bestum árangri. Nánari útfærsla á úrslitakeppninni verður birt síðar.

Einar Brandsson er í forsvari fyrir getraunastarf KFÍA. Einar segir í samtali við Skagafréttir að vegna Covid-19 sé ekki hægt að hefja hið hefðbundna getraunastarf með venjulegum hætti.

„Það er mikil þörf að styðja við bakið á KFÍA með þessum hætti. Þeir sem vilja taka þáttt geta sent inn sínar raðir á [email protected] – það þarf að gerast fyrir kl. 10.00 á laugardagsmorgni.

Þessar raðir verða þá settar inn í kerfið hjá okkur. Þeir sem tippa í gegnum getraunakerfi KFÍA styrkja okkar félag aukalega þar sem hærra hlutfall af hverri röð rennur beint til KFÍA heldur en ef tippað er á 1×2.is eða á sölustöðum.

Þeir sem tippa ráða svo hvort þeir setja miðann inn í kerfi 1×2.is til að eiga möguleika á vinning. Miði með 96 röðum kostar 1.440 kr,“ segir Einar Brandsson við skagafrettir.is.

Jón spáir þannig fyrir leiki helgarinnar:

Benedikt spáir þannig fyrir leiki helgarinnar:









This image has an empty alt attribute; its file name is stuðng2020-437x1024.jpg