Breið nýsköpunarsetur undirbýr að stofna veitingastað við Skarfavör

Breið nýsköpunarsetur hefur fengið styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til að vinna að undirbúningi og þróunarvinnu á að stofna veitingastað í Hafbjargarhúsinu á Breiðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir ennfremur að staðsetningin sé óborganleg en á næstunni verður farið í greiningar- og þróunar og sviðsmyndavinnu, ekki síst til að geta sótt um enn frekari styrki.

Hafbjargarhúsið hefur lengi verið í umræðunni sem miðstöð fyrir menningu og ýmiskonar listastarf. Húsið hefur verið notað sem geymsluhúsnæði m.a. fyrir HB Granda. Húsið er skammt frá Akranesvita og Skarfavör, ein glæsilegasta strönd landsins, er í nokkurra metra fjarlægð frá Hafbjargarhúsinu.  

Árið 2008 voru uppi hugmyndir um að gera Hafbjargarhúsið að alþjóðlegri menningarmiðstöð með áherslu á leik - og myndlist. 

Nánar hér. 

Myndirnar sem fylgja þessari frétt og eru hér fyrir neðan voru teknar í skoðunarferð um Hafbergshúsið með Ásu Katrínu Bjarnadóttur, meistaranema í sjálfbærri borgarhönnun við Lund University.