Aðeins 2 Covid-19 smit greindust á landinu í gær og var annar þeirra einstaklinga í sóttkví. Á landsmærunum greindust alls 15 einstaklingar með Covid-19 smit og í það minnsta 9 þeirra voru virk smit.
Tæplega 730 sýni voru tekin í gær á landinu og rétt um 870 sýni voru tekin á landamærunum.
Á landinu öllu eru 149 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 og þar af 3 á Vesturlandi.
Eins og áður segir eru þrír einstaklingar í einangrun á Vesturlandi vegna Covid-19 og eru þeir allir á Akranesi. Einn einstaklingur er í sóttkví í landshlutanum og er hann einnig á Akranesi. Ekkert smit er því til staðar í Búðardal. Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík og Borgarnesi.