Ýmsar gjaldskrárbreytingar hjá Akraneskaupstað

Ýmsar breytingar voru gerðar í uppfærðri gjaldskrá Akraneskaupstaðar sem tóku gildi í upphafi ársins 2021.

Í tilkynningu frá Akraneskaupstað segir að niðurstaðan sé byggð á endurskoðun og samanburði á einstaka gjaldskrám sambærilegra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar um gjaldskrárbreytingarnar má lesa á vef Akraneskaupstaðar. Smelltu hér:

Helstu atriði eru þessi.

Frítt verður í sund fyrir 0-15 ára en áður var frítt fyrir 18 ára og yngri.

Sérstakt gjald verður fyrir aldurinn 16-18 ára en boðið upp á 50% afslátt af miðaverði og árskorti í sund.

Við samanburðargreiningu kom í ljós að Akraneskaupstaðar er 39% undir meðalverði þeirra sveitarfélaga sem litið var til og var mjög áberandi í fjölmiðlum sl. sumar hvað sundlaugarferðin á Akranesi var hagstæð og ódýr.

Almennt miðaverð í sund hækkar um 10% og verður kr. 700.

Eldri borgara og öryrkjar frá 50% afslátt af stökum miðum og kortum og atvinnulausir fá sama afslátt af stökum miðum.

Máltíðir í grunnskólum hækka um 20% og er greitt fyrir staka máltíð kr. 455 sem var áður kr. 379.

Hádegisverður á leikskólum hækkar um 20% og er á mánuði kr. 5.467 en var áður 4.556. Ásamt því hækkuðu aðrir fæðisliðir á leikskólum, morgunmatur og síðdegishressing um 4%.

Nánari upplýsingar um gjaldskrárbreytingarnar má lesa á vef Akraneskaupstaðar. Smelltu hér: