Kristrún Bára Guðjónsdóttir, Björn Viktor Viktorsson og Karl Ívar Alfreðsson stóðu sig frábærlega vel fyrir hönd Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í spurningakeppninni Gettu betur.
Þríeykið frá Akranesi keppti í gær við Verslunarskóla Íslands þar sem að spennan var gríðarleg allt til loka. Hnífjafnt var á með liðunum allt til loka en Versló hafði að lokum betur í afar naumum sigri 28-25.
Þetta var önnur viðureign FVA í keppninni en liðið var einni ansi nálægt því að landa sigri í fyrstu umferðinni gegn liði Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Þar hafði FG betur í sannkölluðum „naglbít“ – lokatölur 26-22.
Úrslit úr 16-liða úrslitum Gettu betur.
Verslunarskóli Íslands – Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi 28-25
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ – Menntaskólinn á Ísafirði 25-12
Menntaskólinn við Hamrahlíð – Fjölbrautaskóli Suðurlands 30-17
Kvennaskólinn í Reykjavík – Menntaskólinn á Egilsstöðum 32-14
Í kvöld fara fram fjórar viðureignir í 16-liða úrslitum.
Menntaskólinn í Kópavogi – Borgarholtsskóli
Menntaskólinn í Reykjavík – Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
Tækniskólinn – Menntaskólinn að Laugarvatni
Menntaskólinn á Akureyri – Fjölbrautaskólinn við Ármúla.
Sigurliðin úr þessu viðureignum verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin – og þær viðureignir fara fram í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.