Nýjustu Covid-19 tölurnar – tvö af alls sex nýjum smitum greindust á Vesturlandi

Alls greindus 6 einstaklingar með Covid-19 smit á Íslandi í gær og voru 3 þeirra í sóttkví. Tvö af þessum smitum eru á Vesturlandi samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.

Á landamærunum eru mun fleiri smit greind eða 26 alls í gær. Nú eru staðfest smit í öllum landshlutum.

Á landinu öllu eru 164 einstaklingar í einangrun með virk Covid-19 smit og 242 eru í sóttkví.

Rétt rúmlega 900 sýni voru tekin innanlands í gær og um 900 við landamærin.