Arnar Freyr og Máni Berg taka þátt á landsliðsæfingum Badmintonsambandsins

Tveir leikmenn úr röðum ÍA eru í æfingahóp Badmintonsambands Íslands sem mun æfa saman um næstu helgi, 15.-17. janúar. Um er ræða Afrekshóp og úrvalshóp U-15 ára og U-19 ára.

Leikmennirnir úr ÍA eru þeir Arnar Freyr Fannarsson og Máni Berg Ellertsson.

Æfingarnar fara fram í Hafnarfirði í íþróttahúsinu við Strandgötu. Samhliða æfingabúðunum fara fram ýmsar mælingar á leikmönnum en Skagamaðurinn Róbert Þór Henn – sjúkraþjálfari sér um þær rannsóknir.

Í hópnum eru leikmenn með sterkar tengingar á Akranes, má þar nefna Sigríði Árnadóttur, en faðir hennar er Skagamaðurinn Árni Þór Hallgrímsson – fyrrum Ólympíufari og Íslandsmeistari í badminton.

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH er einnig í þessum æfingahóp en móðir hennar er Skagakonan Irena Ásdís Óskarsdóttir.

Afrekshópur

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR
Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR
Lilja Bu TBR
Karolina Prus TBR
Rakel Rut Kristjánsdóttir BH
Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH
Sigríður Árnadóttir TBR
Una Hrund Örvar BH
Daníel Jóhannesson TBR
Davíð Bjarni Björnsson TBR
Gabríel Ingi Helgason BH
Gústav Nilsson TBR
Jónas Baldursson TBR
Stefán Árni Arnarsson TBR

Úrvalshópur U15 – U19

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH
Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS
Margrét Guangbing Hu Hamar
Ari Páll Egilsson TBR
Arnar Freyr Fannarsson ÍA
Brent John Inso UMFA
Daníel Máni Einarsson TBR
Einar Óli Guðbjörnsson TBR
Eiríkur Tumi Briem TBR
Guðmundur Adam Gígja BH
Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH
Máni Berg Ellertsson ÍA
Pétur Gunnarsson TBR
Steinþór Emil Svavarsson BH