Guðbjörg Bjartey fer í landsliðsæfingabúðir Sundsambands Íslands

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, ÍA, er í landsliðshóp Sundsambands Íslands – og Kjell Wormdal þjálfari ÍA er einn af þjálfurum yngri landsliða SSÍ.

Það verður nóg um að vera hjá Guðbjörgu og Kjell um næstu helgi í Vatnaveröldinni í Reykjanesbæ þar sem að æfingadagar landsliðshópa fara fram.

Um er að ræða fyrsta verkefni Sundsambandsins á þessu ári en Skagamaðurinn Eyleifur Ísak Jóhannesson er yfirmaður afreksmála og landsliðsþjálfari hjá Sundsambandi Íslands. Í tilkynningu frá SSÍ segir að vonir standi til þess að verkefnum landsliðshópsins muni fjölga eftir því sem líður á árið 2021.

Í æfingabúðunum verða fjölbreytt verkefni fyrir landsliðssundfólkið. Má þar nefna æfingar, fræðandi fyrirlestrar um landsliðsverkefni, næringu og samfélagsmiðla og tæknigreining með nýjum myndbandsbúnaði, SwimPro, sem meðal annars er notaður af bandaríska landsliðinu.

Þjálfarar hópsins eru eftirfarandi: Guðmundur Hafþórsson, Hjalti Guðmundsson, Kjell Wormdal, Steindór Gunnarsson, Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, Berglind Ósk Bárðardóttir, Jacky Pellerin og Mladen Tepavcevic.

Þátttakendur:

Hópur 1:

  1. Bergur Fáfnir Bjarnason SH
  2. Birgitta Ingólfsdóttir SH
  3. Birnir Freyr Hálfdánarsson SH
  4. Bjarki B Isaksen Breiðablik
  5. Dagbjörg Hlíf Ólafsdóttir SH
  6. Elísabet Jóhannesdóttir ÍRB
  7. Eva Margrét Falsdóttir ÍRB
  8. Freyja Birkisdóttir Breiðablik
  9. Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir ÍA
  10. Guðmundur Karl Karlsson Breiðablik
  11. Helga Sigurlaug Helgadóttir SH
  12. Jóhanna Brynja Rúnarsdóttir SH
  13. Katja Lilja Andriysdóttir SH
  14. Katla María Brynjarsdóttir ÍRB
  15. Nadja Djurovic Breiðablik
  16. Ragnheiður Bergsveinsdóttir Breiðablik
  17. Snorri Dagur Einarsson SH
  18. Sunna Arnfinnsdóttir Ægir
  19. Veigar Hrafn Sigþórsson SH
  20. Vigdís Tinna Hákonardóttir Breiðablik
  21. Ylfa Ásgerður Eyjólfsdóttir Ármann

Hópur 2:

  1. Alexander Logi Jónsson ÍRB
  2. Aron Þór Jónsson SH
  3. Dadó Fenrir Jasminuson SH
  4. Daði Björnsson SH
  5. Fannar Snævar Hauksson ÍRB
  6. Herdís Birna Viggósdóttir KR
  7. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir SH
  8. Ingvar Orri Jóhannesson Fjölnir
  9. Kolbeinn Hrafnkelsson SH
  10. Kristinn Þórarinsson Fjölnir
  11. Kristín Helga Hákonardóttir Breiðablik
  12. Kristófer Atli Andersen Breiðablik
  13. Patrik Viggó Vilbergsson Breiðablik
  14. Símon Elías Statkevicius SH
  15. Stefanía Sigurþórsdóttir Breiðablik
  16. Steingerður Hauksdóttir SH
  17. Þorgerður Ósk Jónsdóttir SH