Fjölmörg „Skagaverkefni“ fengu styrki úr Uppbyggingarsjóðnum

Fjölmörg verkefni sem tengjast Akranesi fengu í dag styrki úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands – sem Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi standa að. Alls bárust 124 umsóknir en 92 verkefni fengu styrki. Heildarupphæð styrkja nemur rúmlega 43 milljónum kr. en samanlagt var óskað eftir 176 milljónum kr. í styrki í þessi verkefni.

Sjá nánar hér:

Alls eru tvær slíkar úthlutanir á árinu 2021 en í síðari úthlutuninni verður úthlutað aftur í flokki atvinnu – og nýsköpunarstyrkja.

Alls fengu 68 verkefni á sviði menningar styrk sem námu 26 milljónum kr. , 17 verkefni hlutu styrk til atvinnuþróunar upp á tæplega 12 milljónir kr. og þá voru veittar rúmlega 5,3 milljónir kr. til stofn- og rekstarstyrkja á sviði menningar.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá úthlutuninni:

ATVINNU- OG NÝSKÖPUNARSTYRKIR
Hönnun á umbúðumKaren Emilía JónsdóttirKaren Emilía Jónsdóttir570.000
Hafbjörg krabbastaðurBreið-Þróunarfélag sesBjarnheiður Hallsdóttir750.000
Úr pottum
í vélar
Karen Emilía JónsdóttirKaren Emilía Jónsdóttir1.500.000
MENNINGARSTYRKIR
Kellingar
stunda íþróttir
Leikfélagið SkagaleikflokkurinnGuðbjörg Árnadóttir150.000
Menningarverkefni – Kvennakórinn Ymur
starfsárið 2021
Kvennakórinn YmurHrafnhildur Skúladóttir250.000
Tónar og ljóðValgerður JónsdóttirValgerður Jónsdóttir250.000
Afmælisár Leirlistafélags Íslands – 40 ára 2021LeirlistafélagiðKolbrún Sigurðardóttir250.000
Menningardagskrá á Bókasafni Akraness
árið 2021
AkraneskaupstaðurHalldóra Jónsdóttir300.000
BílskúrinnHeiðrún HámundardóttirHeiðrún Hámundardóttir300.000
Knattspyrna á Akranesi í 100 árBjörn Þór BjörnssonBjörn Þór Björnsson300.000
Norðurlandameistaramót í EldsmíðiÍslenskir Eldsmiðir,
áhugamannafélag
Guðmundur Sigurðsson450.000
Þjóðahátið VesturlandsFélag nýrra ÍslendingaPauline McCarthy500.000
Skaginn syngur inn
jólin – aðventudagatal
Eigið fé ehf.Hlédís Sveinsdóttir500.000
HEIMA – SKAGI 2021Rokkland ehf.Hlédís Sveinsdóttir500.000
Sigurður málariMuninn kvikmyndagerð ehf.Bjarni Skúli Ketilsson500.000
Menningarviðburðir KalmansKalman – listafélagSveinn Arnar Sæmundsson600.000
Zoo-I-SideMuninn
kvikmyndagerð ehf.
Heiðar Mar Björnsson1.200.000

STOFN- OG REKSTRARSTYRKIR MENNINGARMÁLA

Menningarstarfsemi á SmiðjuloftinuSmiðjuloftið ehf.Valgerður Jónsdóttir300.000