Nýjustu Covid-19 tölurnar – góð tíðindi fyrir framhaldið

Ekkert nýtt Covid-19 smit greindist á landinu í gær samkvæmt frétt sem er að finna á vefnum visir.is.

Þar er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að ekkert smit hafi verið greint á landinu í gær en fjögur smit voru greind á landamærunum.

Vefurinn covid.is er ekki uppfærður um helgar eins og staðan er núna – en það er haft eftir Jóhannesi K. Jóhannssyni samskiptastjóra almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Jóhannes segir í samtali við Vísi að breyting hafi orðið á verklagi hjá almannavörnum að vefur Landlæknis og almannavarna, covid.is, verði ekki lengur uppfærður um helgar.

Á Vesturlandi var staðan þannig í gær að alls eru fimm einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 smits. Þrír á Akranes og tveir í Ólafsvík. Alls eru fjórir í sóttkví, einn á Akranesi og þrír í Ólafsvík.