Nýjustu Covid-19 tölurnar – sunnudaginn 17. janúar

Samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra greindist eitt Covid–19 smit á landinu í gær. Alls greindust 14 Covid-19 smit á landamærunum.

Á síðustu tveimur dögum hefur eitt Covid-19 smit greinst á Íslandi.

Á Vesturlandi er staðan svipuð og undanfarna daga- Fjögur Covid-19 smit, þar af 2 í Ólafsvík og 2 á Akranesi. Alls eru fjórir í sóttkví á Vesturlandi, þrír einstaklingar í Ólafsvík og 1 á Akranesi.