Alls greindust fjórir einstaklingar með Covid-19 smit í gær á Íslandi og voru tveir þeirra í sóttkví. Á landamærunum greindust alls 6 Covid-19 smit.
Sýntataka var með minnsta móti eða rétt rúmlega 500 innanlands og svipaður fjöldi var skimaður á landamærunum.
Á landinu öllu eru alls 143 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 smita og þar af eru 3 á Vesturlandi.
Staðan í landshlutanum er því sú sama og undanfarna daga.