Afi og amma eru bestu stuðningsmennirnir

Bruce E. Brown og Rob Miller, sem starfað hafa sem þjálfarar hjá bandarískum skólaliðum í meira en þrjá áratugi, eru með skilaboð til foreldra sem eiga börn og unglinga í íþróttum. Þeir hafa safnað gögnum í yfir þrjátíu ár þar sem mörg hundruð íþróttamanna sem stunduðu nám við háskóla voru spurðir:

Hver er versta minningin frá þeim tíma þegar þú varst í íþróttum sem barn og unglingur?

Mikill meirihluti svaraði: „Bílferðin heim með foreldrunum.“

Á síðustu tólf árum hafa Brown og Miller haldið fyrirlestra fyrir mörg hundruð þúsund háskólanema, foreldra, afreksíþróttafólk og atvinnumenn.

Samhliða þessum fyrirlestrum var íþróttafólkið beðið um að svara nokkrum spurningum. Hvað það var sem foreldrar þeirra sögðu eftir leiki og varð til þess að þeim leið vel. Og einnig hvaða hegðun foreldra á meðan leikir fóru fram varð til þess að efla þau í leiknum og eftir leik.

10369003_10202950831590037_6064813931740648892_o


Mikill meirihluti svaraði því að setningin, „ég elska að horfa á þig keppa“, hafi látið þeim líða best eftir leiki.

Brown og Miller segja að aðeins lítið brot af foreldrum hagi sér eins og kjánar á hliðarlínunni, öskri á dómara, gagnrýna hæfni þjálfara svo að börn þeirra heyri, og fleira í þeim dúr. Meirihluti foreldra vilji börnunum sínum vel en taki óafvitandi ranga ákvörðun með því að „leiðbeina, kenna og gagnrýna“ í bílnum á leiðinni heim eftir leik á meðan svitinn er enn að þorna á barninu þeirra.

Þeir benda á að eftir leik þá taki það ekki langan tíma fyrir barnið að skipta úr því hlutverki að vera keppnismaður og í það að vera barn á ný. Og af samtölum þeirra við afreksfólkið þá hafi þau óskað eftir því að það væri eins hjá foreldrunum. Þau væru stuðningsmenn og í verstu tilvikunum þjálfarar á meðan að leikurinn færi fram og það væri betra að þau færu í foreldrahlutverkið á ný strax eftir leik.

Amma og afi betri stuðningsmenn en foreldrarnir?

Brown, sem starfaði í þrjá áratugi sem barna – og unglingaþjálfari í Seattle, segir að börn og unglingar njóti þess oft betur að hafa afa og ömmu á hliðarlínunni í leikjum.

Börn og unglingar taka eftir því að amma og afi sitja bara og horfa á leikinn. Þau njóta þess að horfa og haga sér með öðrum hætti en foreldrarnir. Þessu taka krakkarnir eftir. Það eru meiri líkur á því að amma og afi brosi í leikslok. Þau faðma barnið og segja að þau elski að horfa á þau keppa. Þar með er því lokið,“ segir Brown.

„Við svipaðar aðstæður taka foreldrar upp á því að spyrja margra spurninga; „afhverju slóstu háa höggið þegar við vorum búin að ræða að gera það ekki. „Þú verður að halda einbeitingu á meðan þú ert á bekknum.“ „Þú hljópst ekki nógu hratt til baka í vörnina.“ „Þið hefðuð sigrað ef dómarinn hefði ekki dæmt þetta fáránlega brot.“ „Þjálfarinn var ekki með sterkasta liðið inná þegar mestu máli skiptir.“

Börn og unglinga vilja standa á eigin fótum í íþróttum án afskipta foreldra

Brown og Miller benda á að vissulega þurfi að ræða ýmislegt við börn og unglinga – og leiðbeina þeim. Börn og unglingar vija ekki heyra slíkt strax eftir keppni – og sérstaklega ekki frá foreldrum.

Ef börn og unglingar vilja ræða um leikinn þá er best að þau hafi frumkvæðið að því,“ segir Brown.

Þeir benda einnig á að í íþróttum séu börn og unglingar að gera eitthvað af því þeim þyki það skemmtilegt og á eigin forsendum.

„Í íþróttum þarf að taka áhættu, þar eru gerð mistök. Ef eitthvað misheppnast þá er bara að halda áfram og gera betur næst. Börn og unglingar vilja fá að glíma við slíkar áskoranir í gegnum leik og án þess að foreldrarnir séu sífellt að grípa inn í og reyna að aðstoða.“

Börn og unglingar vilja fá að glíma við slíkar áskoranir í gegnum leik og án þess að foreldrarnir séu sífellt að grípa inn í og reyna að aðstoða.

Brown og Miller benda foreldrum á að tala freka um lagið sem er í útvarpinu eða hvar þau eigi að borða á leiðinni heim eftir keppni. Foreldrar þurfi að verða „pabbi og mamma“ um leið og sest er upp í bifreiðina – því barnið sem situr í aftursætinu er fyrir löngu hætt að hugsa um keppnina sem er nýlokið.

Um 75% af börnum sem stunda keppnisíþróttir hætta áður en þau ná 13 ára aldri. Aðalástæðan er að þau taka ekki nógu miklum framförum, það er ekki eins gaman í íþróttinni. Og aðrir missa einfaldlega áhugann. En of margir hætta vegna þess að kröfur foreldra voru þeim ofviða. Brown og Miller segja að margir krakkar hætti í íþróttum vegna þess að þau vilji ekki hafa foreldra sína „brjálaða“ á hliðarlínunni. Þau upplifa vandamálið með þeim hætti að þau geti leyst það með því að hætta í íþróttum. Með þeim hætti fái þau kannski foreldra sína til baka í „eðlilegu“ ástandi.

10379826_10202950840790267_7879378081068545974_o


Ef þú átt barn eða ungling í íþróttum þá ættir þú að forðast eftirfarandi:

Bestu íþróttamenn heims halda ró og yfirvegun við erfiðar aðstæður. Foreldrar sem sýna að þau eru ósátt og vonsvikinn á áhorfendabekkjunum eru að senda röng skilaboð. Hvatning er það eina börn og unglingar vilja heyra – sérstaklega þegar illa gengur.

Hvatning er það eina börn og unglingar vilja heyra – sérstaklega þegar illa gengur.

Ertu með önnur viðmið og markmið ern barnið. Brown og Miller leggja til að foreldrar skrifi niður markmiðin – og það sama á við um barnið eða unglinginn. Ef það er mikill munur á útkomunni þarf að skoða það betur. Börn og unglingar skrifa flest að þau vilji vera í íþróttum með vinum sínum, bæta hæfni sína og vinna leiki. Þeir foreldrar sem hafa það að markmiði að börnin eigi að komast í úrvalslið, landslið eða atvinnumennsku þurfi að endurskoða þau markmið.“ Í samtölum Brown og Miller við íþróttafólkið kom fram að foreldrar haldi oft að hlutverk þeirra barna sé mun stærra í liðinu en barnið sjálft upplifir.

Ef þú kemur fram við barnið eða unglinginn með mismunandi hætti eftir tap eða sigurleik ættir þú að staldra aðeins við. „Margir sem við ræddum við töluðu um að samtalið við foreldra eftir tapleiki væri öðruvísi en eftir sigurleik. Og þau upplifðu það að ást og umhyggja foreldra þeirra færi eftir því leikmínútum þeirra eða úrslitum leikja.

Börn og unglingar vilja ekki heyra foreldra sína tala illa um þjálfarann. Samtalið í bílnum á leiðinni heim á alls ekki að vera um ákvarðanir þjálfarans og börnin þurfa ekki á leiðbeiningum úr stúkunni frá foreldrum á meðan leikurinn stendur yfir.

Börn og unglingar vilja ekki heyra foreldra sína tala illa um þjálfarann.

Ekki reyna að upplifa íþróttaferil þinn í gegnum barnið eða unglinginn. Foreldrar sem eru enn að svekkja sig á tapinu hjá barninu – meðan barnið er löngu farið út að leika sér eftir tapleikinn ættu að athuga sinn gang.

Sigurður Elvar Þórólfsson tók saman: