Nýtt skipurit Akraneskaupstaðar tók gildi þann 1. janúar 2021

Töluverðar breytingar á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar tóku gildi þann 1. janúar s.l. Í tilkynningu frá Akraneskaupstað segir að markmið breytinganna að auka og bæta innri og ytri þjónustu Akraneskaupstaðar, auka skilvirkni í rekstri sveitarfélagsins með upplýsingatækni, skýrari verkferlum, stjórnun og öflugu starfsumhverfi.

Nánari upplýsingar um stjórnkerfisbreytingarnar má finna hér.

Meðal helstu breytinga voru þær stofnuð var ný eining sem ber heitir skrifstofa bæjarstjóra.

„Við förum jákvæð inn í nýtt ár og með tilhlökkun um að takast á við krefjandi og ný verkefni mörg hver. Með þessum breytingum er það okkar einlægja von að ná fram aukinni skilvirkni bæði í skipulagi og rekstri þannig að við náum að veita sem bestu mögulegu þjónustu til okkar nærsamfélags. Ég vil nota tækifærið og óska þessum fjórum öflugu konum til hamingju með nýtt starf. Það verður spennandi að starfa með þeim að eflingu á starfsemi Akraneskaupstaðar sem ég er sannfærður um að muni skila sér í enn öflugri þjónustu við íbúa og starfsmenn,“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.

Undir skrifstofu bæjarstjóra tilheyra eftirfarandi málaflokkar:

· Þjónusta og stafræn þróun ásamt skjalastýringu og miðlægri stýringu tölvu- og kerfismála. Þessi verkefni flytjast frá stjórnsýslu- og fjármálasviði ásamt tilheyrandi mannafla.

· Verkefnastofa þar sem áhersla er á uppbyggingu þverfaglegs samstarfs og samhæfingu í stýringu verkefna. Um er að ræða nýja deild innan skrifstofunnar sem er ætlað að fara fyrir teymisvinnu innan kaupstaðarins þvert á svið og starfsemi.

· Mannauðsmál þar sem nýr mannauðsstjóri gegnir forystu og stuðlar að eflingu málaflokksins þvert yfir starfsemi Akraneskaupstaðar.

· Atvinnuþróun og samstarf við þróunarfélög.

· Ferðamál þar sem haldið er utan um rekstur Akranesvita, Upplýsingamiðstöðvar og Guðlaugar.

· Markaðsmál þar sem viðburðahald og framleiðsla markaðs- og kynningarefnis fer fram.

· Menningar- og safnamál þar sem haldið er utan um rekstur byggða-, bóka-, ljósmynda- og héraðsskjalasafns.

Samhliða breytingunum hefur verið gengið frá ráðningu í fjögur störf hjá Akraneskaupstað en breytingarnar fela ekki í sér fjölgun starfsmanna þar sem framangreindar breytingarnar fela í sér tilfærslu á verkefnum.

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir er nýr skrifstofustjóri á skrifstofu bæjarstjóra, Ella María Gunnarsdóttir er nýr verkefnastjóri á verkefnastofu

Harpa Hallsdóttir er nýr mannauðsstjóri Akraneskaupstaðar og Kristjana Helga Ólafsdóttir er nýr deildarstjóri fjármála.