Nýjustu Covid-19 tölurnar – nýtt smit á Vesturlandi

Alls greindust fjórir einstaklingar með Covid-19 smit í gær og voru tveir þeirra í sóttkví við greiningu.

Á landamærunum greindust tvö Covid-19 smit. Alls voru 600 sýni greind í gær innanlands og rétt tæplega 150 sýni voru tekin á landamærunum.

Á Vesturlandi eru þrír einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 smits. Tveir eru í Ólafsvík og einn greindist í Borgarnesi í gær.

Alls eru fimm einstaklingar í sóttkví í landshlutanum – þar af þrír á Akranesi og tveir í Borgarnesi.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar frá Lögreglunni á Vesturlandi um stöðu mála í bæjarkjörnum í landshlutanum.