Nýjustu Covid-19 tölurnar – föstudaginn 22. janúar

Ekkert Covid-19 smit greindist á landinu í gær en alls voru tekin tæplega 720 sýni innanlands. Á landamærunum fóru 560 einstaklingar í skimun og greindust fimm Covid-19 smit á meðal þeirra.

Á landinu öllu eru 89 einstaklingar í einangrun með Covid-19 og 222 einstaklingar eru í sóttkví. Það eru 19 einstaklingar á sjúkrahúsi með sjúkdóminn en enginn þeirra er á gjörgæslu.

Frá því að bólusetning hófst á Íslandi hafa 8.249 einstaklingar fengið bólusetningarsprautu og alls hafa 4.546 einstaklingar fengið síðari bólusetningarsprautuna.

Á Vesturlandi eru þrír einstaklingar í einangrun vegna Covid-19, og fimm eru í sóttkví. Ástandið hefur því ekkert breyst frá því á fimmtudag.