Nýjustu Covid-19 tölurnar – þriðjudaginn 26. janúar

Tveir einstaklingar greindust með Covid-19 smit á landinu í gær og voru þeir báðir í sóttkví. Staðan á landsvísu er þannig að færri eru í sóttkví en eru í einangrun vegna Covid-19.

Alls voru tæplega 1.500 sýni tekin á landinu í gær sem er með mesta móti en á landamærunum voru 233 sýni tekin. Ekkert virkt smit greindist á landamærunum.

Á höfuðborg­ar­svæðinu er 41 í ein­angr­un, sjö á Suður­landi og sami fjöldi á Suður­nesj­um. Á Vest­ur­landi eru fjór­ir með Covid-19.

Ekk­ert virkt smit er á Aust­ur­landi, Norður­landi eystra, Norður­landi vestra og Vest­fjörðum.