Tveir einstaklingar greindust með Covid-19 smit á landinu í gær og voru þeir báðir í sóttkví. Staðan á landsvísu er þannig að færri eru í sóttkví en eru í einangrun vegna Covid-19.
Alls voru tæplega 1.500 sýni tekin á landinu í gær sem er með mesta móti en á landamærunum voru 233 sýni tekin. Ekkert virkt smit greindist á landamærunum.
Á höfuðborgarsvæðinu er 41 í einangrun, sjö á Suðurlandi og sami fjöldi á Suðurnesjum. Á Vesturlandi eru fjórir með Covid-19.
Ekkert virkt smit er á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum.