ÍATV með tvær útsendingar frá knattspyrnuleikjum – í kvöld og á laugardag

Hin frábæra sjónvarpsstöð ÍATV, sem sterkur hópur sjálfboðaliða hefur ýtt úr vör með glæsibrag á undanförnum misserum, verður með tvær útsendingar frá knattspyrnuleikjum í kvöld og á morgun.

ÍATV sendir út leik Kára gegn KFR í fotbolti.net æfingamótinu en um er að ræða leik í 2 riðli í C-deild mótsins. Útsendingin hefst kl. 19:45.

Á laugardagin, 30. janúar 2021, verður einnig útsending frá knattspyrnuleik hjá ÍATV. Sú útsending hefst kl. 11:45 og þar eigast við ÍA og HK í A-deild fotbolta.net mótsins.

Áhorfendur eru ekki leyfðir á þessum leikjum - það kostar ekki krónu að horfa á leikina á ÍATV en þeir sem vilja leggja verkefninu lið er bent á reikning ÍA:

0552-14-402604
6701692199