Stórtíðindi úr getraunaáskorun tippklúbbsins – 180 milljóna pottur í boði

Getraunaáskorun tippklúbbs Knattspyrnufélags ÍA rúllar nú inn í fimmtándu viku tímabilsins. Stóru fréttirnar frá 14. viku voru þær að Viktor Elvar Viktosson náði að leggja hinn sigursæla Benedikt Valtýsson að velli með 11 réttum gegn 10 réttum frá Benna Valtýs.

Engar sögur hafa hinsvegar borist af tignarlegu yfirvaraskeggi Viktors Elvar – sem hefur kannski fengið að „fjúka“ í sigurvímunni. Nánar að því síðar.

„Benni Valtýs“ náði þeim frábæra árangri að vera með í keppninni samfellt með í keppninni í sjö vikur – sem er besti árangurinn í áskoruninni til þessa.

Í 15. umferð áskorunarinnar eigast við Viktor Elvar og Óskar Rafn Þorsteinsson sem er einn af aðalmönnunum í Bílar og Dekk. Óskar Rafn hefur lengi tekið þátt í getraunastarfi KFÍA. Um næstu helgi er getraunapotturinn stór og mikill – eða 180 milljónir kr.

Getraunakeppnin er með þeim hætti að keppendur fylla út 96 raðir í Enska boltanum. Sá sem fær fleiri rétta er sigurvegari og fær nýjan mótherja í næstu umferð. Ef jafnt er hjá keppendum þá halda þeir báðir áfram í næstu umferð.

Getraunastarf Knattspyrnufélags ÍA hefur í gegnum tíðina verið fastur punktur í tilverunni hjá fjölmörgum á Akranesi. Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur tippklúbbur KFÍA lagt áherslu á að nýta tæknina í getraunastarfinu og er það leikur einn að taka þátt og styðja við bakið á KFÍA á sama tíma.

Úrslit úr fyrri umferðum:

1. Sigmundur Ámundason – Kristleifur Skarphéðinn Brandsson.
2. Sigmundur Ámundason – Jón Örn Arnarson.
3. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir. – jafntefli.
4. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir.- jafntefli.
5. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir.
6. Jón Örn Arnarson – Örn Gunnarsson.
7. Örn Gunnarsson – Sigurður Páll Harðarson.
8. Örn Gunnarsson – Benedikt Valtýsson. – jafntefli.
9. Örn Gunnarsson – Benedikt Valtýssson.
10. Benedikt Valtýssson – Þuríður Magnúsdóttir.
11. Benedikt Valtýsson – Arnbjörg Stefánsdóttir
12. Benedikt Valtýsson – Jón Gunnlaugsson.
13. Benedikt Valtýsson – Viktor Elvar Viktorsson. – jafntefli.
14. Benedikt Valtýsson – Viktor Elvar Viktorsson.
15. Viktor Elvar Viktorsson – Óskar Rafn Þorsteinsson.


Í lok tímabilsins fer fram keppni á milli þeirra tippsérfræðingar sem sigrað hafa í flestum viðureignum eða náð bestum árangri. Nánari útfærsla á úrslitakeppninni verður birt síðar.

Einar Brandsson er í forsvari fyrir getraunastarf KFÍA. Einar segir í samtali við Skagafréttir að vegna Covid-19 sé ekki hægt að hefja hið hefðbundna getraunastarf með venjulegum hætti.

„Það er mikil þörf að styðja við bakið á KFÍA með þessum hætti. Þeir sem vilja taka þáttt geta sent inn sínar raðir á einarb@skaginn3x.com – það þarf að gerast fyrir kl. 10.00 á laugardagsmorgni.

Viktor Elvar spáir þannig fyrir leiki helgarinnar:

Óskar Rafn spáir þannig fyrir leiki helgarinnar: