Eitt Covid-19 smit hefur greinst á Íslandi síðustu tvo daga. Og þau örfáu smit sem hafa greinst undanfarnar vikur hafa verið einstaklingar í sóttkví – með einni undantekningu.
Ísland er nú eina landið í Evrópu sem er „grænt“ í litakóða sóttvarnarstofnunar Evrópu.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í dag minnisblaði til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um næstu skref í sóttvarnaaðgerðum. Núverandi reglugerð fellur úr gildi þann 17. febrúar.
Á Vesturlandi er aðeins einn einstaklingur í einangrun vegna Covid-19. Á Akranesi er staðan sú sama og undanfarna daga – ekkert Covid-19 smit og enginn í sóttkví. Á Akranesi hefur ekkert Covid-19 smit verið greint frá 18. janúar.