Viðbótarlaunakostnaður Akraneskaupstaðar vegna kjarasamninga sem gerðir voru á árinu 2020 námu rúmlega 336 milljónum kr.
Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð bæjarráðs Akraness.
Á fundinum var viðauki við fjárhagsáætlun vegna launa lagður fram til samþykktar.
Breytingin á fjárhagsáætlun var gerð vegna samþykktra kjarasamninga við tónlistarskólakennara og félag íslenskra hljómlistarmanna – samtals að fjárhæð kr. 11.436.073.
Bæjarráð samþykkti að útgjöldunum verði mætt innan áætlunarinnar af óvissum útgjöldum og með hækkun á tekjum vegna fasteignagjalda.