Fimm leikmenn úr röðum ÍA komust á verðlaunapall

Keppendur frá ÍA stóðu sig vel á Unglingameistaramóti TBR sem fram fór um s.l. helgi. Mótið var hluti af alþjóðlega íþróttamótinu, Reykjavík International 2021 – RIG.

Alls tóku 12 keppendur þátt frá Badmintonfélagi Akraness – ÍA.

Í tilkynningu frá félaginu segir að keppendurnir hafi staðið sig vel, margir leikir unnust, og margar viðureignir voru mjög jafnar og spennandi. Fimm leikmenn úr röðum ÍA komust á verðlaunapall á mótinu.

Aníta Sif Flosadóttir sigraði í einliðaleik U15B.

María Rún Ellertssdóttir sigraði í tvíliðaleik U17.

Ísólfur Darri Rúnarsson varð í 2. sæti í einliðaleik U15B.

Arnar Freyr Fannarsson og Máni Berg Ellertsson urðu í 2. sæti í tvíliðaleik U15.

Arnar Freyr Fannarsson og Máni Berg Ellertsson
urðu í 2. sæti í tvíliðaleik U15 en þeir eru til hægri á þessari mynd.
Aníta Sif Flosadóttir sigraði í einliðaleik U15B en hún er til vinstri á þessari mynd.
Ísólfur Darri Rúnarsson varð í 2. sæti í einliðaleik U15B
en hann er til hægri á þessari mynd.
María Rún Ellertsdóttir sigraði í tvíliðaleik U17
en hún er önnur frá vinstri á þessari mynd.