Mikill viðsnúningur var í rekstri Knattspyrnufélags ÍA á árinu 2020. Félagið glímdi við rekstarerfiðleika á starfsárinu og var ráðist í miklar aðgerðir til að hagræða í rekstrinum.
Launalækkun á öllum sviðum og sala á leikmönnum varð til þess að félagið skilaði tæplega 3 milljónum kr. í rekstrarafgang á árinu 2020.
Rekstrartekjur voru rúmar 210 milljónir kr. en rekstrargjöld rúmar 207 milljónir kr. sem gerði rekstrarafgang að teknu tilliti til fjármagnsliða upp á 2,7 milljónir króna.
Rekstrartap að teknu tilliti til fjármagnsliða á árinu 2019 var tæplega 63 milljónir kr. og er viðsnúningurinn á milli ára tæplega 66 milljónir kr.
Tekjur frá styrktaraðilum félagsins jukust um 7,2 milljónir kr. á milli ára. Tekjur frá KSÍ fóru upp um 4,5 milljónir kr. Tekjur af Norðurálsmótinu fóru aðeins niður eða sem nemur um 2,1 milljónum kr. Tekjur af ffinga – og félagsgjöldum jukust um 8 milljónir kr. og söluhagnaður af leikmönnum var 27,5 milljónir kr. Aðrar rekstrartekjur drógust saman um 13 milljónir kr.
Rekstrargjöld lækkuðu um 53 milljónir kr. á milli ára eða sem nemur um 4,4 milljónum kr. á mánuði. Laun og launatengd gjöld lækkuðu um 13,4 milljónir kr., og annar rekstrarkostnaður lækkaði um tæplega 20 milljónir kr.
Nánar í þessum gögnum frá Knattspyrnufélagi ÍA.