Áhorfendastúkan við Jaðarsbakka fær andlitslyftingu

Fyrirhugaðar eru endurbætur á áhorfendastúkunni við knattspyrnuvöllinn við Jaðarsbakka.

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að veita 20,2 milljónum kr. í endurbætur á stúkunni en verkefnið felst að mestu í að setja ný sæti í stúkuna.

Um er að ræða framkvæmd sem búið var að samþykkja í fjárhagsáætlun 2020 en það náðist ekki að klára verkefnið fyrir áramótin og fjárheimildin því ónýtt.

Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að ráðið samþykkir viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2021 sem felur í sér viðbótarútgjöld að fjárhæð kr. 20.200.000 sem færist á deild 06610-4990 (Aðalsjóður / Íþróttarvallarmannvirki)en í áætlun deildarinnar voru kr. 0 áætlaðar á þennan tegundarlykil en verða kr. 20.200.000

Viðbótarútgjöldunum er mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.