Gæðastundir með fjölskyldunni er markmið gjafarinnar

Á allra síðustu dögum hafa bæjarbúar á Akranesi fengið spilastokk að gjöf frá Akraneskaupstað.

Um er ræða verkefni á vegum Heilsueflandi samfélags á Akranesi og er verkefnið styrkt að hluta til úr Lýðheilsusjóði.

Þetta kemur fram tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Ungir sem aldnir geta alltaf gripið í spil og til eru margir skemmtilegir spilaleikir.

Hægt er að eiga gæðastundir með fjölskyldunni en það er markmið gjafarinnar. Einnig er auðvelt að kippa spilastokk með sér og taka hann með sér í ferðalög, í sumarbústaðinn eða í heimsókn til vina.

Hér eru uppástungur um skemmtileg spil og inn í sviganum er tilgreint hæfilegan fjölda þátttakenda í hverju spili. 

  • Veiðimaður (2-5)
  • Þjófur (2)
  • Ólsen ólsen (2-5)
  • Ólsen Ólsen upp og niður (2-5)
  • Spilaborg (1-2)
  • Langavitleysa (2)
  • Svarti Pétur (2-10)
  • Vist (4)
  • Rommí (2-6)
  • Skítakall (2+)
  • Hæ Gosi (2)
  • Kani (4)
  • Kleppari (2)
  • Lauma (4-10)
  • Kóngur úti í horni (2)

Inn á