Kári fær samtals níu leikmenn frá ÍA, Skallagrím og ÍR

Knattspyrnufélagið Kári fékk alls 9 leikmenn í sínar raðir í síðustu viku þegar gengið var formlega frá félagaskiptum. Sex leikmenn koma úr röðum ÍA, tveir leikmenn koma úr Borgarnesi og einn úr ÍR.

Sex leikmenn úr 2. flokki ÍA munu leika með liði Kára í 2. deildinni á næstu leiktíð. Um er að ræða efnilega leikmenn sem fá gott tækifæri til þess að bæta sig í krefjandi deild.

Frá ÍA koma þeir: Aron Snær Guðjónsson, Breki Þór Hermannsson, Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson, Gabríel Þór Þórðarson, Ísak Örn Elvarsson og Nikulás Ísar Bjarkason.

Frá Skallagrími koma þeir: Birgir Þór Sverrisson og Hlöðver Már Pétursson.
Frá ÍR kemur Gylfi Brynjar Stefánsson – sem lék upp alla yngri flokkana með ÍA.

Kári leikur eins og áður segir í 2. deild eða þriðju efstu deild. Ásmundur Haraldsson er þjálfari liðsins en hann tók við liðinu nýverið. Hann er einnig aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Íslands.