Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi auglýsir eftir frambjóðendum til alþingiskosninga sem fram fara í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni.
Kosið verður um fjögur efstu sætin á framboðslistanum á auknu kjördæmisþingi skv. lið 3.3. b. lið í reglum flokksins um val á framboðslista. Stuðst verður við reglur um paralista skv. skilgreiningu úr reglum flokksins.
Frestur til að tilkynna framboð rennur út þriðjudaginn 23. mars kl 23.00. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í eitt af fjórum efstu sætunum tilkynni það til kjörstjórnar í netfangið [email protected]. fyrir þann tíma. Kjörstjórn mun kynna frambjóðendur tveimur sólarhringum fyrir fundinn.
Kjördæmisþingið verður haldið rafrænt og rétt til að sitja þingið með atkvæðisrétt eru félagar í Samfylkingunni tilnefndir af sínum aðildarfélögum. Kjörskrá lokar viku fyrir fundinn skv. reglum flokksins þ.e.a.s. 20. mars kl. 10.00.