Samruni Baader og Skaginn 3X endanlega staðfestur – ný stjórn félagsins skipuð

Kaup þýska stórfyrirtækisins Baader á íslenska hátæknifyrirtækinu Skaginn 3X hafa nú formlega verið staðfest. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skaginn 3X. Þýska iðnar­fyr­ir­tæk­is­ins Baader keypti í lok október á síðasta ári meiri­hluta hluta­fjár í ís­lenska fyr­ir­tæk­inu Skag­an­um 3X.

Stjórn félagsins tekur breytingum en stjórnina skipa þau Jef­frey Dav­is, for­stjóri ISEA Partners og stjórn­ar­formaður Skag­ans 3X, Petra Baader, for­stjóri Baader, Robert Focke, fram­kvæmda­stjóri fisk­vinnslu Baader, Una Lovísa Ing­ólfs­dótt­ir og Ingólf­ur Árna­son, for­stjóri Skag­ans 3X.

Nýtt alþjóðlegt sölunet verður fyrsta skrefið í samstarfi þessara fyrirtækja. Söludeildir Baader og Skagans 3X munu samræma sölu tæknilausna fyrirtækjanna.

Baader er eitt stærsta fyrirtæki veraldar á sínu sviði. Þýska fyrirtækið hefur framleitt fiskvinnsluvélar sem hafa verið vel þekktar hér á landi marga áratugi.

Skag­inn 3X hef­ur á undanförnum áratugum þróað há­tækni­lausn­ir á sviði kæli-, frysti- og vinnslu­tækni.

Ingólfur Árnason verður áfram forstjóri Skaginn 3X. Um 1500 starfsmenn verða hjá fyrirtækjunum eftir sameininguna.

Baader er alþjóðlegt fyrirtæki með um 100 ára sögu að baki. Fyrirtækið er í fremstu röð þegar kemur að hönnun tækja fyrir matvælaiðnað. Fyrirtækið er með starfsstöðvar í yfir 100 löndum og sex heimsálfum.

Skaginn 3X er með starfsstöðvar bæði á Akranesi og Ísafirði.

Ljóst er að í samrekstri Skaginn 3X og Baader felast mikil tækifæri til að vaxtar með aukinni framleiðslu afurða fyrirtækisins og sölu þeirra. Þá er ljóst að einnig felast í þessu tækifæri til að stórefla rannsókna og þróunarstarf til hagsbóta fyrir starfsfólk og íslenskt samfélag.

Nánar á vef Skagans 3X.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/10/29/althjodlega-storfyrirtaekid-baader-eignast-meirihluta-i-skaginn-3x/