Kaup þýska stórfyrirtækisins Baader á íslenska hátæknifyrirtækinu Skaginn 3X hafa nú formlega verið staðfest. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skaginn 3X. Þýska iðnarfyrirtækisins Baader keypti í lok október á síðasta ári meirihluta hlutafjár í íslenska fyrirtækinu Skaganum 3X.
Stjórn félagsins tekur breytingum en stjórnina skipa þau Jeffrey Davis, forstjóri ISEA Partners og stjórnarformaður Skagans 3X, Petra Baader, forstjóri Baader, Robert Focke, framkvæmdastjóri fiskvinnslu Baader, Una Lovísa Ingólfsdóttir og Ingólfur Árnason, forstjóri Skagans 3X.
Nýtt alþjóðlegt sölunet verður fyrsta skrefið í samstarfi þessara fyrirtækja. Söludeildir Baader og Skagans 3X munu samræma sölu tæknilausna fyrirtækjanna.
Baader er eitt stærsta fyrirtæki veraldar á sínu sviði. Þýska fyrirtækið hefur framleitt fiskvinnsluvélar sem hafa verið vel þekktar hér á landi marga áratugi.
Skaginn 3X hefur á undanförnum áratugum þróað hátæknilausnir á sviði kæli-, frysti- og vinnslutækni.
Ingólfur Árnason verður áfram forstjóri Skaginn 3X. Um 1500 starfsmenn verða hjá fyrirtækjunum eftir sameininguna.
Baader er alþjóðlegt fyrirtæki með um 100 ára sögu að baki. Fyrirtækið er í fremstu röð þegar kemur að hönnun tækja fyrir matvælaiðnað. Fyrirtækið er með starfsstöðvar í yfir 100 löndum og sex heimsálfum.
Skaginn 3X er með starfsstöðvar bæði á Akranesi og Ísafirði.
Ljóst er að í samrekstri Skaginn 3X og Baader felast mikil tækifæri til að vaxtar með aukinni framleiðslu afurða fyrirtækisins og sölu þeirra. Þá er ljóst að einnig felast í þessu tækifæri til að stórefla rannsókna og þróunarstarf til hagsbóta fyrir starfsfólk og íslenskt samfélag.