Verður Héraðsskjalasafn Akraness lagt niður?

Akraneskaupstaður óskaði nýverið eftir eftir mati á umfangi og kostnaði ef til þess kæmi að starfsemi Héraðsskjalasafns Akraness yrði lögð niður þannig að Þjóðskjalasafn tæki að sér réttindi og skyldu safnsins sem opinber skjalasafn Akraneskaupstaðar.

Héraðsskjalasafn Akraness var stofnað 27. apríl 1993. Umdæmi safnsins er Akraneskaupstaður og það er til húsa að Dalbraut 1, í sama húsi og Bóka- og ljósmyndasafnið.

Héraðsskjalasafnið annast söfnun, innheimtu og varðveislu skjala frá afhendingarskyldum aðilum, þ.e. embættum, stofnunum og félögum á Akranesi. Á Héraðsskjalasafninu er unnið að skrásetningu skjala og þau gerð aðgengileg notendum, auk þess að á allan hátt er leitast við að varðveita og efla þekkingu á sögu umdæmisins. Jafnframt fer fram söfnun skjala einstaklinga og félagasamtaka auk ljósmynda, hljóð- og myndbanda, sem varða sögu héraðsins eða íbúa þess á einhvern hátt. 

Þjóðskjalasafnið svaraði erindinu þann 19. febrúar s.l. og var kynningin lögð til umræðu og kynningar í bæjarráði. Málið verður unnið áfram hjá Akraneskaupstað en helstu niðurstöður í svari Þjóðskjalasafnsins eru eftirfarandi.

Heildarkostnaður við flutningi á öllum safnkosti væri 42,6 milljónir kr. en 31,8 milljónir kr. ef einkaskjalasöfn eru undanskilin.

Í fyrirspurn frá Akraneskaupstað þann 26. febrúar s.l. til Þjóðskjalasafnsins var óskað eftir upplýsingum hvort gerð væri krafa um að ljósmyndir og einkaskjalasöfn í safnkosti héraðsskjalasafnsins yrðu líka afhent ef til niðurlagningar kæmi. Í svari Þjóðskjalasafnsins er lýst yfir vilja til þess að gert yrði samkomulag um að varðveita einkaskjalasafn og ljósmyndir áfram á Akranesi. Ljósmyndasafn Akraness gæti samkvæmt þessu svarið verið áfram til varðveisla á Akranesi.

Fylgiskjöl: