Gríðarlegur áhugi á íbúðum fyrir „fyrstu kaupendur í Asparskógum

„Með tilkomu hlutdeildalána frá HMS hafa margar dyr opnast fyri þá aðila sem vilja kaupa sína fyrstu íbúð. Það er mikil áhugi á þeim íbúðum sem við hjá DomusNova erum með í sölu hér á Akranesi,“ segir Ólafur Sævarsson fasteignasali hjá DomusNova við Skagafréttir.

Í desember og janúar seldust allar íbúðir í fjölbýlinu við Asparskóga 21 eða 12 íbúðir alls. Asparskógar 21 er fyrsta fjölbýlið á Akranesi þar sem að nýja HMS lánakerfið var í boði.

Ólafur bætir því við að hann sé nú þegar byrjaður að selja samskonar íbúðir í nýju fjölbýli við Asparskóga 19.

„Í júlí á þessu ári verða 12 nýjar íbúðir tilbúnar í Asparskógum 19 – sem er alveg eins fjölbýli og Asparskógar 21. Byggingafyrirtækið er Modulus og eru íbúðirnar afhentar fullbúnar. Fyrstu íbúðarkaupendur hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga. Íbúðirnar eru af ýmsum stærðum og gerðum, 2-3 herbergja og 4ra herbergja, frá 56,3 fermetrum upp í 104,5 fermetra. Eins og áður segir þá eru íbúðirnar fullbúnar við afhendingu og eigendurnir þurfa bara að setja upp gardínur og flytja inn,“ segir Ólafur Sævarsson hjá DomusNova.

Nánari upplýsingar um þessar íbúðir gefur Ólafur í gegnum netfangið [email protected]

Hlutdeildarlán HMS er ætlað til að aðstoða fyrstu kaupendur undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fyrstu fasteignakaup. Í þessu kerfi þarf kaupandinn aðeins að leggja fram 5% kaupverðs í útborgun.

Nánar um hlutdeildarlánin hér:

Ólafur Sævarsson og Hildur Ýr Eiriksdóttir –
sem var sú fyrsta sem flutti inn í Asparskóga 21.