Það var líf og fjör á Smiðjuloftinu um liðna helgi þar sem að „Skemmtimót Smiðjuloftsins“ fór fram. Þar mættu til leiks tæplega 60 klifrarar frá þremur félögum, ÍA, KfR og Björkinni.
Keppnisgreinarnar voru tvær, línu – og grjótglímu – og voru keppnisleiðirnar í erfiðari kantinum. Keppendur frá ÍA stóðu sig vel en Ester Guðrún sigraði í C-flokki eftir æsispennandi hraðaklifursbráðabana gegn Þórkötlu Þyrí. Sylvía Þórðardóttir sigraði í B-flokki.
Í tilkynningu frá Smiðjuloftinu fá margir aðilar þakkir fyrir aðstoðina við framkvæmd mótsins og undirbúning. Má þar nefn BílÁs, #RedPointClothing, Benjamin Mokry og Örn Árnason sem aðstoðuðu við við leiðasmíðina, og allir aðrir sem komu að mótinu á einn eða annan hátt.