Jazzinn dunar í Vinaminni – fyrsti viðburður ársins hjá Kalman listafélagi

Kalman, lista- og menningarfélag á Akranesi, hefur á undanförnum árum staðið fyrir fjölbreyttu menningarlífi á Akranesi. Viðburðir félagsins eru af ýmsu tagi og fyrstu tónleikar ársins 2021 verða miðvikudaginn 10. mars kl. 20 í Vinaminni. Vegna samkomutakmarkana eru aðeins 50 miðar í boði.

Á ferðinni verður Jazzkvartett Halla Guðmunds og flytja hann og félagar hans lög sem Chet Baker gerði fræg á sínum tíma.

Einnig verður flutt tónlist eftir Halla sjálfan en hann þykir einstaklega lagrænn lagasmiður.

Kvartettinn skipa:
Haraldur Ægir Guðmundsson tón/textahöfundur/kontrabassi
Agnar Már Magnússon piano
Snorri Sigurðarson flugel horn
Böðvar Reynisson söngur

Aðgangseyrir kr. 2.500 en Kalmansvinir greiða kr. 2.000.

Mikilvægt er að panta miða fyrirfram í netfanginu [email protected] eða á Tix.is.  

Meðfylgjandi er eitt af lögum Halla í flutningi kvartettsins.