Ekkert nýtt Covid-19 smit greindist innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á upplýsingavefnum covid.is. Á vef RÚV segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna að enn sé hætta á hópsýkingu – en fjöldi fólks verður skimað á næstu dögum.
Eins og áður hefur komið fram greindust tveir einstaklingar utan sóttkvíar með Covis-19 í fyrradag og um s.l. helgi greindust tveir einstaklingar utan sóttkvíar með Covid-19. Allir þessir einstaklingar eru með breska afbrigði veirunnar. Tæplega 200 einstaklingar eru í sóttkví á landinu.
Á Vesturlandi eru þrír einstaklingar í sóttkví.