ÍA og Grótta gerðu jafntefli í gær í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu – en leikurinn fór fram í Akraneshöll.
Grótta, sem leikur í næst efstu deild. komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Skagamenn náðu að jafna metin í síðari hálfleik með mörkum frá Aroni Lárussyni og Sigurði Þorsteinssyni. Árni Snær Ólafsson markvörður ÍA varði vítaspyrnu frá Gróttu í fyrri hálfleik í stöðunni.
ÍA er með 7 stig í þriðja sæti í þessum riðli keppninnar og um næstu helgi – laugardaginn 13. mars mætir ÍA liði Keflavíkur á útivelli í lokaumferðinni. Keflavík, sem eru nýliðar í PepsiMax deild karla 2021, eru einnig með 7 stig í öðru sæti riðilsins en Stjarnan er efst með 12 stig.
ÍATV sýndi leikinn í beinni útsendingu og alls hafa um 1500 horft á útsendinguna.