Arilíus kann ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu – „Kjúllaréttur sem slær í gegn hjá krökkunum“

„Ég valdi þessa uppskrift þar sem rétturinn er einfaldur og hann nýtur vinsælda hjá krökkunum. Ég þakka Dódó fyrir áskorunina og ég ætla að senda boltann á Brynjar S. Sigurðsson á Laxárbökkum – sem er eins og flestir vita snillingur í eldhúsinu,“ segir Arilíus Smári Hauksson sem er meistarakokkur vikunnar í fréttaflokknum „Heilseflandi samfélag“ þar sem að hollusta og bragðgæði eru höfð að leiðarljósi.

Markmiðið með þessum fréttaflokki er að safna saman bragðgóðum, einföldum og hollum uppskriftum. Með tíð og tíma verður til staðar sarpur af góðum hugmyndum um notkun á hráefnum þar sem að hollusta og bragðgæði eru höfð að leiðarljósi.

Arilíus Smári kann ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu en Eyjamaðurinn er af mörgum talinn vera eitt best varðveitta leyndamál landsins þegar kemur að matargerð.

Uppskriftin er fyrir 5-6 fullorðna:

2 pokar úrbeinuð kjúllalæri eða 1,4 kg
1 Solo hvítlaukur
Slatti af döðlum
1 krukka svartar ólífur
1/4 Rjómi
1 ds Mascapone ostur
1 krukka Bruschetta eða tómatpestó
Turmeric
Salt og pipar
Smjör

Aðferðin er þannig að ég bræði aðeins smjör í potti og sett hvítlauk og döðlur og hita aðeins. Næst set ég mascapone, rjóma og hita aðeins áður en ég sett pestó eða bruschetta. Steiki kjúllann, salta og pipra, og sett aðeins turmeric krydd. Því næst helli ég „gumsinu“ úr pottinum yfir kjúllann á pönnuni og bæti ólífunum við. Sett pönnuna í ofninn eða sett allt í eldfast mót og læt réttinn „malla“ í ofninum þar til hann er tilbúinn. Það er gott að hafa sætar kartöflur með þessu og henda í eitthvað gott salatmix.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/02/10/taelenski-kjuklingaretturinn-slaer-alltaf-i-gegn-maturinn-tharf-ad-vera-litrikur/
http://localhost:8888/skagafrettir/2021/01/18/glaesibaejarlax-thar-sem-ad-england-thumall-og-geirmundur-koma-vid-sogu/
http://localhost:8888/skagafrettir/2020/12/03/thessi-rettur-nytur-alltaf-somu-vinsaelda-hja-fjolskyldu-gudmundar/
http://localhost:8888/skagafrettir/2020/11/16/forrettindi-ad-eiga-alltaf-fisk-i-frystikistunni-inga-dora-skorar-a-gudmund-pal/
http://localhost:8888/skagafrettir/2020/10/02/hollur-fiskrettur-astthors-nytur-vinsaelda-a-heimilinu-hollasta-matvara-sem-vol-er-a/
http://localhost:8888/skagafrettir/2020/09/04/kjuklinga-pad-krapow-er-vinsaell-rettur-a-heimili-saevars-freys/